• fim. 27. nóv. 2014
  • Landslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um fimm sæti

Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið
fifaworldranking2008

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um 5 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 33. sæti listans en var í 28. sæti síðast þegar listinn var birtur.  Þjóðverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Argentína kemur þar næst.

Af mótherjum Íslendinga í undankeppni EM er það að frétta að Holland er í 5. sæti, Tékkar í 17. sæti og Tyrkir í 48. sæti.  Lettar er svo í 97. sæti og Kasakar eru í 139. sæti styrkleikalista FIFA.

Hástökkvarar listans að þessu sinni eru hinsvegar Færeyingar sem fara upp um 82 sæti eftir frábæran útisigur gegn Grikkjum.

Styrkleikalisti FIFA - Karlar