Fyrirlestrar um þjálfun ungra og efnilegra leikmanna
Laugardaginn 29. nóvember verður Knattspyrnusamband Íslands með tvo fyrirlestra er tengjast þjálfun ungra og efnilegra leikmanna. Ráðstefnan fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.
Kl. 10:00 - Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar og þjálfari U17 karla. Þorlákur fjalla ítarlega um Hæfileikamótun KSÍ og N1. Þá sérstaklega mun hann fara yfir fæðingadags áhrif og þann gríðarlega þroskamun sem er á milli iðkenda á unglingsárunum.
Kl. 11:30 - Léttur hádegisverður í boði KSÍ.
KL. 12:15 - Heinz Russheim, yfirmaður Akademíu FC Zurich. Heinz fer yfir hvernig leikmönnum félagið leitar að og hvernig félagið vinnur með þá. Félagið er þekkt fyrir að skila mörgum leikmönnum í aðalliðið úr unglingastarfinu.
Áætlað er að ráðstefnunni ljúki um kl. 13:45.
Aðgangur er ókeypis. Þó viljum við biðja fólk vinsamlegast um að skrá sig með því að senda nafn og kennitölu á dagur@ksi.is. Ráðstefnan verður tekin upp og verður gerð aðgengileg á heimasíðu KSÍ.
Ráðstefnan telur sem 4 tímar í endurmenntun á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðum.