Færeyingar fögnuðu sigri í Aþenu
Leikið var í þremur riðlum í undankeppni EM á föstudagskvöld í þessari knattspyrnuviku, eða week og football", sem var að hefjast. Þar bar helst til tíðinda að frændur okkar og bræður í Færeyjum unnu eins marks sigur á Grikkjum í Aþenu. Leikurinn var afar fjörugur og hefðu Færeyingar getað skorað fleiri mörk áður en heimamenn fóru að ógna færeyska markinu fyrir alvöru. Með sigrinum lyftu Færeyingar sér upp fyrir Grikki, sem sita á botni F-riðils með 1 stig.
Danir eru efstir í I-riðli eftir flottan 3-1 sigur á Serbum á útivelli, í leik sem fór fram fyrir luktum dyrum. Portúgalar unnu eins marks sigur á Armenum og eiga leik til góða á Dani.
Það var líf og fjör í D-riðli og greinilegt að það verður spenna allt til enda undankeppninnar. Þjóðverjar unnu Gíbraltar 4-0 og Pólverjar unnu Georgíu með sömu markatölu. Skotar lögðu nágranna sína frá Írlandi með einu marki í miklum baráttuleik.
Undankeppni EM heldur svo áfram á morgun og á sunnudag eru strákarnir okkar í A landsliði karla í eldlínunni þegar þeir mæta Tékkum í toppslag A-riðils.