• fim. 30. okt. 2014
  • Landslið

Nýr tveggja ára samningur við Frey Alexandersson

Þjálfarateymi kvennalandsliðsins, Ólafur Pétursson, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson
Freyr,-Asi-og-Oli

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert nýjan tveggja ára samning við Frey Alexandersson um þjálfun A landsliðs kvenna.  Samningurinn gildir út árið 2016 en Freyr tók við kvennalandsliðinu í ágúst 2013.  Þá gerði KSÍ einnig nýja samninga við Ásmund Haraldsson, aðstoðarþjálfara,  og Ólaf Pétursson, markvarðaþjálfara, um að vera Frey áfram innan handar.

Framundan hjá kvennalandsliðinu er undankeppni EM 2017 en riðlakeppnin hefst á næsta ári en dregið verður í riðla í apríl.  Að þessu sinni munu 16 þjóðir komast í úrslitakeppnina, hafa verið 12 hingað til, en tilkynnt verður um það nú í desember  hvar hún verður haldin.