• fim. 23. okt. 2014
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar að störfum í Ungverjalandi

uefa-logo-biglandscape
uefa-logo-biglandscape

Fjórir íslenskir dómarar eru þessa dagana að störfum í Ungverjalandi þar sem þeir dæma á mótum á vegum UEFA.  Þeir Gunnar Jarl Jónsson og Birkir Sigurðarson eru við störf í undankeppni EM U17 karla þar sem heimamenn leika í riðli ásamt Króatíu, Ísrael og Kasakstan.

Þorvaldur Árnason og Oddur Helgi Guðmundsson eru að dæma á Regions Cup þar sem áhugamannafélög etja kappi en í riðlinum leika, auka heimamanna, lið frá Írlandi, Ísrael og Litháen.