• mán. 20. okt. 2014
  • Landslið

U17 karla í milliriðil fyrir EM 2015!

UEFA EM U17 karla
U17_Portrait_Master_White_cmyk-01

U17 landslið karla tryggði sér í dag, mánudag, sæti í milliriðlum fyrir úrslitakeppni EM 2015.  Sætið var tryggt með jafntefli við Ítali í lokaumferð undankeppninnar, en Ítalir voru þegar öruggir áfram fyrir leiki dagsins.  Ljóst er þó að tæpara mátti það vart stand, því Moldóvar unnu fjögurra marka sigur á Armenum, þar sem öll fjögur mörkin komu á síðustu fimm mínútum leiksins.

Leikmenn Íslands vissu það fyrir leikinn í dag að jafntefli myndi tryggja áframhaldandi þátttöku í keppninni.  Ítalska liðið sótti mun meira í leiknum og átti fjölmörg færi.  Það voru þó Íslendingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar að verki Máni Austmann Hilmarsson á fyrstu mínútu seinni hálfleiks.  Ítalirnir náðu að jafna metin þegar um 5 mínútur voru eftir og þar við sat.

Íslenska liðið er því komið í milliriðla og fara þeir fram næsta vor.