• mán. 20. okt. 2014
  • Landslið

Byrjunarlið U17 karla gegn Ítalíu í dag

UEFA EM U17 karla
U17_Portrait_Master_Dark_cmyk-01

U17 landslið karla mætir Ítalíu í dag, mánudag kl. 12:00 að íslenskum tíma, í undankeppni EM.  Riðillinn fer fram í Moldavíu og er þetta lokaumferð riðilsins. 

Ítalir hafa unnið báða leiki sína með sömu markatölunni, 3-0, og eru þegar komnir áfram.  Jafntefli gegn Ítalíu tryggir íslenska liðinu sæti í milliriðlum.  Tapi íslenska liðið og Moldóvar vinna Armena kemur til útreikninga vegna innbyrðis viðureigna og/eða markatölu.  Takist hins vegar Moldóvum ekki að vinna Armena er íslenska liðið komið áfram, burtséð frá úrslitum í leik Íslands og Ítalíu.

Hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Byrjunarliðið

Markvörður:

  • Andri Þór Grétarsson

Aðrir leikmenn:

  • Alfons Sampsted
  • Axel Andrésson
  • Birkir Valur Jónsson
  • Dagur Hilmarsson
  • Erlingur Agnarsson
  • Ísak Kristjánsson
  • Júlíus Magnússon, fyrirliði
  • Kolbeinn Finnsson
  • Máni Hilmarsson
  • Viktor Júlíusson