• fim. 16. okt. 2014
  • Dómaramál

Þrír íslenskir dómarar á CORE námskeiði í Sviss

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Um þessar mundir eru þrír íslenskir dómarar staddir í  Sviss á svokölluðu "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.

Íslensku dómararnir, sem eru þeir Ívar Orri Kristjánsson, Bryngeir Valdimarsson og Björn Valdimarsson, verða þarna í 10 daga og munu svo sækja annað námskeið á næsta ári.  Er hér um að ræða áætlun um þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25. - 30 ára.