• mið. 15. okt. 2014
  • Landslið

Markalaust jafntefli hjá U17 karla gegn Moldóvu

Byrjunarlið Íslands í leiknum
u17-karla-byrjunarlid-moldavia

U17 landslið karla gerði markalaust jafntefli við Moldóvu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM, en riðillinn fer einmitt fram þar í landi.  Jafnræði var með liðunum í leiknum og hefði sigurinn getað fallið hvorum megin sem var.  Heimamenn hittu tréverkið á marki Íslands eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik og Axel Andrésson var nálægt því að skora, einnig eftir hornspyrnu.  Snemma í fyrr hálfleik setti Dagur Austmann Hilmarsson boltann einnig í tréverk moldóvska marksins.

Hvorugt liðið náði þó að skora mark og markalaust jafntefli niðurstaðan.  Í hinum leik riðilsins vann Ítalía öruggan 3-0 sigur á Armeníu.  Næsta umferð verður leikin á föstudag kl. 12:00 að íslenskum tíma og þá mætir Ísland Armeníu.