• þri. 14. okt. 2014
  • Landslið

U21 karla - KSÍ skírteini gilda við innganginn

Áhorfendur á Laugardalsvelli
ae6cf50d-daf1-41be-ba50-df1d48effc08_L

Handhafar KSÍ skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Danmerkur í dag kl. 16:15 en leikurinn er seinni leikur þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.

Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Álaborg, lauk með markalausu jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvellinum í dag.

Það lið sem hefur betur samanlagt úr leikjunum tveimur kemst því til Tékklands á næsta ári og er því mikið undir.  Ljúki leiknum með markalausu jafntefli í dag, þá þarf að grípa til framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef ekkert er skorað í framlengingu.

Íslendingar eru hvattir til þess að fjölmenna á Laugardalsvöllinn og hvetja okkar stráka til Tékklands.  Miðasala er í gangi á midi.is en miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.