• sun. 12. okt. 2014
  • Landslið

Þriggja marka tap gegn Eistlandi

UEFA EM U19 karla
U19_Portrait_Master_Dark_cmyk-01

U19 landslið karla tapaði í dag sunnudag, síðasta leik sínum í undankeppni EM, 0-3 gegn Eistlandi.  Ísland lauk því keppni í riðlinum án stiga en Króatar og Tyrkir höfnuðu í tveimur efstu sætunum og komust því áfram i milliriðla..  Eistneska liðið, sem var mun sterkara í leiknum í dag og átti mun fleiri marktilraunir, leiddi með einu marki í hálfleik og bætti við tveimur í þeim síðari.  Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum fékk Samúel Kári Friðjónsson að líta sitt annað gula spjald og var þar með vísað af leikvelli.