• lau. 11. okt. 2014
  • Dómaramál

Kristinn dæmir í Moskvu

Kiddi-Jak-2011
Kiddi-Jak-2011

Kristinn Jakobsson dæmir leik Rússa og Moldóva í undankeppni EM en leikið verður í Moskvu, sunnudaginn 12. október.  Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson og varadómari verður Sigurður Óli Þorleifsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín.

Leikurinn er í G riðli en Rússar hafa fjögur stig eftir 2 leiki en Moldóvar eru enn án stiga.

Þess má geta að leikurinn er í beinni á Stöð 2 sport.