U19 karla - Stórt tap gegn Tyrkjum
Íslensku U19 lið karla tapaði 7-3 fyrir Tyrklandi í riðlakeppni í undankeppni EM. Tyrkirnir léku betur en íslenska liðið eins og tölurnar gefa til kynna en við þurfum bara að hrista ósigurinn úr okkur og koma sterk til næsta leiks.
Albert Guðmundsson, Samúel Kári Friðjónsson og Alexander Helgi Sigurðarson skoruðu mörk Íslands í leiknum. Ísland er í riðli með Tyrklandi, Króatíu og Eistlandi.
Króatía vann 1-0 sigur á Eistlandi í fyrsta leik liðanna og eru því Króatía og Tyrkland með 3 stig eftir fyrstu leikina.
Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á fimmtudaginn og hægt að fylgjast með gangi máli á heimasíðu UEFA.