• mið. 08. okt. 2014
  • Landslið

Þórður Þórðarson ráðinn þjálfari U19 kvenna

Þórður Þórðarson
Thordur-Thordarson

Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari hjá U19 kvenna og tekur við af þeim Ólafi Þór Guðbjörnssyni og Úlfari Hinrikssyni, en Úlfar stjórnaði liðinu í síðasta verkefni í Litháen.  Þórður er með KSÍ A gráðu og hefur þjálfað bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá ÍA í efstu deild.

Þórður gerði garðinn frægan sem markvörður, lengst af með ÍA en einnig lék hann með Val og KA sem og að hann lék sem atvinnumaður í Svíþjóð.  Þórður er einnig markvarðaþjálfari hjá U21 landsliði karla og er staddur með liðinu um þessar mundir í Danmörku.

Þórður mun taka strax til starfa og mun vera með úrtaksæfingar hjá U19 kvenna helgina 18. - 19. október.