KSÍ II þjálfaranámskeið framundan
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 24.-26. október og tvö helgina 31. okt.-2. nóv. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.
Dagskrá námskeiðsins helgina 24.-26. október er hér í viðhengi. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-
Námskeiðið er opið öllum þjálfurum sem lokið hafa KSÍ I þjálfaranámskeiði og skráning er hafin. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og með því að hringja í síma 510-2977. Vinsamlegast látið eftirfarandi upplýsingar fylgja skráningu: Nafn, kennitala, félag, símanúmer og tölvupóstfang.
Dagsetning: 24.-26. október 2014
Staðsetning: Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal og knattspyrnuhúsið Kórinn í Kópavogi
Föstudagur 24. október, Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal
13.30-13.40 Setning - ABG
13.40-14.20 Reglugerðir KSÍ og háttvísi - BS - bóklegt
14.20-15.00 Hlutverk þjálfarans - FS - bóklegt
15.10-15.50 Hlutverk þjálfarans - FS - bóklegt
15.50-16.30 Hlutverk þjálfarans - FS - bóklegt
16.30-17.10 Matarhlé
17.10-17.50 Þjálffræði - grunnur að þjálfun þrekþátta - FS - bóklegt
17.50-18.30 Þjálffræði - grunnur að þjálfun þrekþátta - FS - bóklegt
18.40-19.20 Þjálffræði - grunnur að þjálfun þrekþátta - FS - bóklegt
19.20-20.00 Þjálffræði - grunnur að þjálfun þrekþátta - FS - bóklegt
Laugardagur 25. október, Kórinn fyrir hádegi og KSÍ eftir hádegi
8.00-8.40 Æfingakennsla - þjálfun á grunni og þjálfun hóps - FS/ÁH - verklegt
8.40-9.20 Æfingakennsla - þjálfun á grunni og þjálfun hóps - FS/ÁH - verklegt
9.20-10.00 Æfingakennsla - þjálfun á grunni og þjálfun hóps - FS/ÁH - verklegt
10.00-10.40 Æfingakennsla - þjálfun á grunni og þjálfun hóps - FS/ÁH - verklegt
10.40-11.00 Æfingakennsla - þjálfun á grunni og þjálfun hóps - FS/ÁH - verklegt
11.00-12.30 Matarhlé
12.30-13.10 Næringarfræði fyrir knattspyrnufólk - FRÞ - bóklegt
13.10-13.50 Næringarfræði fyrir knattspyrnufólk - FR - bóklegt
14.00-14.40 Leikfræði - fríhlaup, samleikur, veggsending, knattvíxlun - ÁH - bóklegt
14.40-15.20 Leikfræði - framhjáhlaup, pressa, dekkun, völdun - ÁH - bóklegt
Sunnudagur 26. október, Kórinn
8.40-9.20 Leikfræði - grunnur í leikfræði (fríhlaup, samleikur) - ÁH - verklegt
9.20-10.00 Leikfræði - grunnur í leikfræði (veggsending, knattvíxlun) - ÁH - verklegt
10.00-10.40 Leikfræði - grunnur í leikfræði (framhjáhlaup, pressa) - ÁH - verklegt
10.40-11.20 Leikfræði - grunnur í leikfræði (dekkun, völdun…) - ÁH - verklegt
11.20-12.00 Þjálffræði - upphitun og þjálfun liðleika - ÁH - verklegt
12.00-13.00 Matarhlé
13.00-13.40 Þjálffræði - viðbragðs- og hraðaþjálfun - ÁH - verklegt
13.40-14.20 * Þjálffræði - styrktarþjálfun fyrir knattspyrnu (án lóða) - ÁH - verklegt
14.20-15.00 * Þjálffræði - þolþjálfun fyrir knattspyrnu (með bolta) - ÁH - verklegt
15.00-15.20 Æfingakennsla - spurt og svarað um æfingakennslu o.fl. - DSD - bóklegt
15.20-15.30 Mat á námskeiði og námskeiðsslit - DSD
* Sýnikennsluhópur:
Kennarar: Freyr Sverrisson (FS), Fríða Rún Þórðardóttir (FRÞ) og Ásmundur Haraldsson (ÁH).
Námskeiðsstjórar:
100% mætingarskylda er á námskeiðið. Þátttakendur eru beðnir um að hafa mér sér föt til knattspyrnuiðkunar á laugardag og sunnudag.