• fös. 03. okt. 2014
  • Landslið

U21 karla - Hópurinn fyrir umspilsleikinga gegn Dönum

U21-karla
U21-karla

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Dönum í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi.  Fyrri leikurinn verður í Álaborg, föstudaginn 10. október en sá seinni á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15.  Það lið sem hefur betur úr þessum viðureignum samanlagt, tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM.

Þjóðirnar hafa mæst átta sinnum áður í þessum aldursflokki og hafa Íslendingar unnið tvisvar, þrisvar hafa þjóðirnar skilið jafnar og þrisvar hafa Danir haft betur.  Síðasti leikur þjóðanna var í úrslitakeppni EM, árið 2011 og var einmitt leikið í Álaborg.  Íslendingar höfðu þá betur, 3 – 1.

Miðasala á leikinn fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Miðverð:

Fullorðnir: 1.500 krónur
Frítt inn fyrir 16 ára og yngri

Hópurinn