• fös. 03. okt. 2014
  • Landslið

A karla - Hópurinn gegn Lettlandi og Hollandi

Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað
Fagn-gegn-Tyrkjum

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í undankeppni EM.  Leikið verður gegn Lettum ytra, föstudaginn 10. október en gegn Hollendingum á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október.

Heimir og Lars velja 23 leikmenn og 6 leikmenn til vara fyrir þessa tvo leiki en hópurinn heldur utan á mánudaginn.

Ísland og Lettland hafa mæst fjórum sinnum áður, Íslendingar höfðu betur í fyrsta leiknum þegar þjóðirnar mættust, árið 1998.  Næsti leikur endaði með jafntefli en árið 2006 og 2007 höfðu Lettar betur. 

Hollendingum höfum við mætt tólf sinnum og hefur tvisvar orðið jafntefli en þeir appelsínugulu hafa unnið tíu sinnum.  Reyndar mættust þjóðirnar einnig árið 1961 og þá höfðu Íslendingar betur, 4 – 3 en þá var lið Hollands eingöngu skipað áhugamönnum

Uppselt er á leikinn gegn Hollandi en leikurinn, eins og leikurinn gegn Lettum, verða í beinni útsendingu hjá RÚV.

Hópurinn og annað efni