• mán. 29. sep. 2014
  • Fræðsla

KSÍ I þjálfaranámskeið í október

Þjálfaranámskeið 2014

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 17.-19. október og eitt helgina 24.-26. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 17.-19. október og 35 laus pláss helgina 24.-26. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Drög að dagskrá má sjá hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-

Námskeiðið er opið öllum og skráning er hafin. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og með því að hringja í síma 510-2977. Vinsamlegast látið eftirfarandi upplýsingar fylgja skráningu: Nafn, kennitala, félag, símanúmer og tölvupóstfang.


Dagsetning: 17.-19. október 2014

Staðsetning: Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal og knattspyrnuhúsið Kórinn í Kópavogi

 

Föstudagur 17. október, Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal

13.00-13.10        Setning og ýmsar upplýsingar - ABG                     

13.10-13.30        Siðferði þjálfara - veðmál - ÞI - bóklegt

13.30-14.10        Knattspyrnuþjálfun barna - VKH - bóklegt

14.20-15.00        Knattspyrnuþjálfun barna - VKH - bóklegt

15.00-15.40        Knattspyrnuþjálfun barna - VKH - bóklegt

15.50-16.30        Kennslufræði - VKH - bóklegt

16.30-17.10        Kennslufræði - VKH - bóklegt

17.10-17.50        Matarhlé

17.50-18.30        Skipulag þjálfunar - áætlanagerð, gerð tímaseðla - VKH - bóklegt

18.30-19.10        Skipulag þjálfunar - áætlanagerð, gerð tímaseðla - VKH - bóklegt

 

Laugardagur 18. október, Kórinn fyrir matarhlé og KSÍ eftir matarhlé

8.00-8.40             Æfingakennsla - þjálfun tækniatriða (grunnur) - VKH /JG - verklegt

8.40-9.20             Æfingakennsla - þjálfun tækniatriða (grunnur) - VKH /JG - verklegt

9.20-10.00           Æfingakennsla - þjálfun tækniatriða (grunnur) - VKH /JG - verklegt

10.00-10.40        Æfingakennsla - þjálfun tækniatriða (grunnur) - VKH /JG - verklegt

10.40-11.00        Æfingakennsla - þjálfun tækniatriða (grunnur) - VKH /JG - verklegt

11.00-12.00        Matarhlé            

12.00-12.40        Knattspyrnutækni - Þjálfun í knattspyrnu - JG - bóklegt

12.40-13.20        Leikfræði í knattspyrnu - Undirstöðuatr. liðssamvinnu - JG - bóklegt

13.20-14.00        Leikæfingar - Leikið í fámennum liðum (1:1/2:2 > 5:5) - JG - bóklegt

14.00-14.40        Dómarinn - knattspyrnulögin - MMJ - bóklegt

14.40-15.20        Dómarinn - hlutverk og samskipti, knattspyrnulögin - MMJ - bóklegt

 

Sunnudagur 19. október, knattspyrnuhúsið Kórinn

9.00-9.40             Knattspyrnutækni - að venjast boltanum - JG - verklegt

9.40-10.20           Knattspyrnutækni - knattrak - JG - verklegt

10.20-11.00        Knattspyrnutækni - móttaka á bolta, fyrsta snerting - JG - verklegt

11.00-11.40        Knattspyrnutækni - sköllun - JG - verklegt

11.40-12.40        Matarhlé

12.40-13.20        *Knattspyrnutækni - sendingar - JG - verklegt

13.20-14.00        *Knattspyrnutækni - spyrnutækni - JG - verklegt

14.00-14.40        Knattspyrnutækni - 1 á móti 1, gabbhreyfingar - JG - verklegt

14.40-15.20        Knattspyrnutækni - Leikfræði einstaklingsins - JG - verklegt

15.20-16.00        Knattspyrnutækni - Leikfræði einstaklings og hóps - JG - verklegt

16:00-16.10        Mat á námskeiði og námskeiðsslit – JG

* Sýnikennsluhópur:

Kennarar: Vilhjálmur Kári Haraldsson (VKH), Janus Guðlaugsson (JG) og Magnús Már Jónsson (MMJ)

Námskeiðsstjórar: Arnar Bill Gunnarsson og Dagur Sveinn Dagbjartsson.

100% mætingarskylda er á námskeiðið.  Þátttakendur eru beðnir um að hafa mér sér föt til knattspyrnuiðkunar á laugardag og sunnudag.