• fös. 19. sep. 2014
  • Fræðsla

Fræðsluferð KÞÍ til Þýskalands - nokkur sæti laus

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ
kthi_logo_new

Heimsókn til Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach þar sem fylgst verður með æfingum yngri liða félaganna og félögin bjóða upp á fyrirlestra um starf sitt.

Gist verður eina nótt á 4 stjörnu hóteli í Mönchengladbach og tvær nætur á 3 stjörnu hóteli í Dortmund.  Verð á bilinu 90 - 100 þúsund krónur í tveggja manna herbergi og 120 - 130 þúsund krónur í eins manns herbergi.  Innifalið er flug til og frá Frankfurt. Miði á leik Borussia Dortmund og Hannover 96, gisting í þrjár nætur, rúta til Mönchengladbach og Dortmund.

Áætlað er að ferðast með lest frá Dortmund til Frankfurt á heimleiðinni og mun verð á lestarferðinni bætast við.  Um er að ræða ferð sem er sett upp fyrir þá sem vilja kynna sér elítuþjálfun unglinga (14-19 ára).

KÞÍ ráðgerir að setja upp fleiri ferðir á næstu misserum fyrir aðra markhópa, t.d. barnaþjálfun eða þjálfun meistaraflokka.

KSÍ veitir þátttakendum 15 endurmenntunarstig.

Umsóknarfrestur er sunnudagsins 21. september.

Einungis komast 20 þjálfarar í þessa ferð og ef áhuginn er meiri mun stjórn KÞÍ velja eftir eftirfarandi þáttum:

  • UEFA A eða hærra og með tilhlítandi endurmenntunarstig.
  • Meðlimir í KÞÍ.
  • Starfandi á árinu

Skriflegur rökstuðningur skal fylgja umsókn um þátttöku í ferðinni.

ATH – upprunalegur umsóknarfrestur var til 13.september. Nokkur sæti eru enn laus og munm við gefa þjálfurum tækifæri á að fylla þau sæti til sunnudagsins 21.september. Því miður er ekki hægt að tryggja þeim sem koma inn eftir 13.sept sama verð á flugi en munum þó reyna eftir fremsta megni. Nánari upplýsingar veitir dadir@breidablik.is

 Umsókn sendist á kthi@kthi.is