Fyrstu sem útskrifast með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ
Nýverið útskrifaði KSÍ fyrstu markmannsþjálfarana með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Útskriftin fór fram í tengslum við landsleik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Um er að ræða 11 þjálfara. Stefnt er að því að halda annað námskeið á komandi vetri og verður það auglýst á næstu vikum.
KSÍ hefur á undanförnum misserum lagt aukna áherslu á markmannsþjálfun og er þessi þjálfaragráða liður í því. Í reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara er tekið fram að markmannsþjálfarar í Pepsi-deildum karla og kvenna og 1. deild karla skuli hafa Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Það er því von KSÍ að aukin menntun markmannsþjálfara muni skila sér með tíð og tíma með fleiri góðum markvörðum.
KSÍ óskar þeim markmannsþjálfurum sem útskrifuðust að þessu sinni innilega til hamingju með að hafa lokið þessum áfanga.
Þeir sem útskrifuðust að þessu sinni voru:
- Andrés Ellert Ólafsson
- Elías Örn Einarsson
- Fjalar Þorgeirsson
- Guðmundur Hreiðarsson
- Gunnar Sigurðsson
- Hajrudin Cardaklija
- Halldór Björnsson
- Jónas L. Sigursteinsson
- Ólafur Pétursson
- Úlfar Daníelsson
- Þorsteinn Magnússon