U19 kvenna - Góður sigur á Króatíu
Stelpurnar í U19 unnu í dag annan sigur sinn í undankeppni EM þegar þær lögðu Króatíu að velli, 1 - 0. Eina mark leiksins kom strax á 5. mínútu leiksins þegar Ingibjörg Sigurðardóttir setti boltann í netið. Íslenska liðið lék manni færri frá 32. mínútu þegar Guðrún Sigurðardóttir fékk að líta rauða spjaldið.
Þetta var annar sigur Íslands í mótinu en okkar stelpur unnu Litháen í fyrsta leik sínum, 8 - 0.
Ísland og Spánn eru því eru tveimur efstu sætunum í riðlinum með 6 stig en Spánverjar eru með hagstæðari markahlutfall.160; Spánn vann í dag öruggan sigur á heimastúlkum í Litháen, 14 - 0 en þær lögðu Króata í fyrsta leik sínum, 7 - 0. Ísland og Spánn mætast því í úrslitaleik um efsta sætið á fimmtudaginn.