• mán. 15. sep. 2014
  • Landslið

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Stúlkur

N1
n1-logorautt

Hæfileikamót KSÍ og N1 fer fram í Kórnum í Kópavogi um komandi helgi, dagana 20. - 21. september.  Mótið fer fram undir stjórn Þorláks Árnasonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.

Undanfarið hefur Þorlákur Árnason ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót, sem haldið er nú í fyrsta skiptið, framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Hópnum er skipt niður í fimm lið, leika allir við alla, og má sjá niðurröðun hér á heimasíðunni.  Leikar hefjast kl. 15:00, laugardaginn 20. september en dagurinn er tekinn snemma á sunnudeginum en þá er fyrsti leikur kl. 09:00.  Aðstandendur leikmanna, þjálfarar og aðrir eru velkomnir að koma og fylgjast með leikjunum úr stúkunni í Kórnum.

Hæfileikamót - Stúlkur


Frá hæfileikamótun frá Austfjörðum

Frá hæfileikamótun á Ísafirði