U19 kvenna mætir Litháum - Byrjunarliðið klárt
U19 landslið kvenna mætir Litháen í undankeppni EM í dag, laugardag, og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Riðillinn er einmitt leikinn í Kaunas í Litháen, en önnur lið í riðlinum eru Króatía og Spánn. Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað og má sjá það hér að neðan. Hægt er að fylgjast með gangi mála í leiknum á vef UEFA.