• mið. 10. sep. 2014
  • Dómaramál

Vilhjálmur Alvar og Óli Njáll dæma í Finnlandi

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Vihjálmur Alvar Þórarinsson og Óli Njáll Ingólfsson munu verða við störf í Finnlandi næstkomandi sunnudag en þá dæma þeir leik FC Viikingit og FC Jazz í næst efstu deild.  Þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Norðurlandanna.

Á dögunum voru þeir Valdimar Pálsson og Gunnar Helgason einnig við störf í Noregi þar sem þeir dæmdu leik Hönefoss og Bærum næst efstu deild þar í landi.