U21 karla - Leikið gegn Frökkum í kvöld
Strákarnir í U21 verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir mæta Frökkum í Auxerre og hefst leikurinn kl. 19:00 að íslenskum tíma. Frakkar hafa tryggt sér efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. Íslendingar eru öruggir með annað sætið í riðlinum en þurfa, allavega, á stigi að halda til að eiga möguleika á sæti í umspili.
Fjórar þjóðir, með bestan árangur í öðru sæti riðlanna tíu, komast í umspilið og mundi sigur hjá Íslandi fleyta þeim langt en jafntefli gæti hugsanlega dugað. Allt fer þetta eftir úrslitum leikja í öðrum riðlum og verður spennandi að fylgjast með lokaniðurstöðunni í kvöld.
Frakkar unnu nauman sigur þegar þessi lið léku hér á Laugardalsvelli á síðasta ári, 3 - 4, og munu strákarnir án efa selja sig dýrt í kvöld.