• fös. 05. sep. 2014
  • Landslið

U21 karla - Sigurður Egill kemur í hópinn

U21 landslið karla
ksi-u21karla

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sem mætir Frökkum í lokaleik liðsins í undankeppni EM.  Sigurður Egill Lárusson, úr Val, kemur inn í hópinn.  Hólmbert Aron Friðjónsson verður í leikbanni í þessum leik og þá verður Jón Daði Böðvarsson í A landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Tyrkjum á þriðjudaginn.  Þá hefur Ásgeir Eyþórsson, úr Fylki, dregið sig úr hópnum vegna höfuðmeiðsla.

Íslenska liðið á ennþá möguleika á því að komast í umspil fyrir úrslitakeppnina 2015 en Frakkar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í umspili.  Fjórar þjóðir með bestan árangur í öðru sæti, riðlanna 10, komast í umspilið.  Sigur mundi fleyta íslenska liðinu langt í umspilið og jafntefli gæti dugað ef úrslit verða hagstæð annars staðar.

Hópurinn gegn Frökkum