• fös. 05. sep. 2014
  • Landslið

U19 karla - Tap gegn Norður Írum

U19 landslið karla
ksi-u19karla

Strákarnir í U19 töpuðu í dag gegn Norður Írum í seinni vináttulandsleik þjóðanna en leikið var í Belfast.  Leiknum í dag lauk með 3 - 1 sigri heimamanna eftir að þeir höfðu leitt, 1 - 0, í leikhléi.  Fyrri leiknum lauk með 2 - 2 jafntefli en þessi leikir eru undirbúningur hjá íslenska liðinu fyrir riðlakeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Króatíu í október.

Skemmst er frá því að segjast að íslensku strákarnir náðu sér aldrei á strik í leiknum í dag.  Heimamenn leiddu í leikhléi og bættu við öðru marki strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks úr vítaspyrnu.  Þriðja mark heimamanna kom skömmu síðar en eina mark Íslands kom á 80. mínútu þegar Ragnar Már Lárusson minnkaði muninn.