Undankeppni EM 2016 hefst í næstu viku
Í næstu viku hefst undankeppni EM 2016 og um leið er kynnt nýtt fyrirkomulag til sögunnar sem kallað er "Week of Football". Helsta breytingin er sú að landsleikirnir dreifast á sex daga í hverri landsleikjaviku og gefur því áhorfendum kost á því að fylgjast með fleiri leikjum en áður.
Nýjustu fréttir af EM 2016 - European Qualifiers live blog
Ísland hefur leik gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9, september og er miðasala á þann leik í fullum gangi. Aðrir leikir riðilsins í þessari umferð fara fram sama dag en þá mætast Kasakstan og Lettland annars vegar og Tékkland og Holland hinsvegar.
Margar þjóðir leika vináttulandsleiki í þessari viku og eru fyrstu leikirnir í dag, miðvikudaginn 3. september. Verður fróðlegt að fylgjast með andstæðingum Íslands í þessum leikjum en leikina framundan hjá þeim má sjá hér að neðan sem og tengil á leikmannahópa þeirra:
Danmörk - Tyrkland 3. september
Tékkland – Bandaríkin 3. september
Lettland – Armenía 3. september
Ítalía – Holland 4. september
Kasakstan – Kyrgistan 5 september
Kasakar léku vináttulandsleik gegn nágrönnum sínum í Tajikistan í ágúst mánuði og hér að neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik.