• mið. 03. sep. 2014
  • Landslið

U19 karla gerði 2-2 jafntefli við Norður-Írland

U19 landslið karla
ksi-u19karla

U19 landslið karla mætti Norður-Írum í vináttuleik í Belfast í dag, miðvikudag.  Íslenska liðið náði tveggja marka forystu, en heimamenn náðu að jafna 2-2, og urðu það lokatölurnar.  Þetta var fyrri leikur þjóðanna en sá seinni fer fram á föstudag.  Þessir leikir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Króatíu í október.


Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag var 2-0 yfir í hálfleik.  Samúel Kári Friðjónsson skoraði úr vítaspyrnu eftir 5 mínútur og um miðjan fyrri hálfleik bætti Óttar Magnús Karlsson við marki eftir fyrirgjöf frá Viktori Karli Einarssyni.  Íslenska liðið var sterkara meiripartinn af seinni hálfleik, hélt boltanum vel sín á milli, en svo fór þó að heimamenn náðu að jafna metin áður en yfir lauk.