• mið. 03. sep. 2014
  • Landslið

A kvenna - Hópurinn sem mætir Ísrael og Serbíu

A landslið kvenna
a-kvenna-danmork

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn fyrir leiki gegn Ísrael og Serbíu í undankeppni HM 2015.  Þetta eru síðustu leikir Íslands í þessari undankeppni og fara fram á Laugardalsvelli, 13. og 17. september.

Ísland og Ísrael hafa aðeins einu sinni mæst áður hjá A landsliðum kvenna og það var í þessari undankeppni.  Ísland vann þegar leikið var í Ramat Gan í apríl á þessu ári, 0 – 1, með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur.  Ísland og Serbía hafa hinsvegar mæst fimm sinnum áður og hefur Ísland farið með sigur í öll skiptin.

Tveir leikmenn eru í hópnum sem ekki hafa leikið landsleik áður, þær Sonný Lára Þráinsdóttir úr Breiðabliki, sem einnig var í síðasta hóp, og Sigrún Ella Einarsdóttir úr FH.

Ísland er í þriðja sæti riðilsins, á eftir Sviss og Danmörku en Serbía og Ísrael eru í fjórða og fimmta sætinu.

Hópurinn

Staðan í riðlinum