• mán. 01. sep. 2014
  • Landslið

U21 karla - Leikið við Armena miðvikudaginn 3. september

Island-u21

Strákarnir í U21 verða í eldlínunni á miðvikudaginn þegar þeir taka á móti Armenum á Fylkisvelli og hefst leikurinn kl. 16:30.  Liðið heldur svo til Frakklands að leik lokum en leikið verður gegn heimamönnum, mánudaginn 8. september.  Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en það sæti getur gefið réttinn til að leika í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2015.  Frakkar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en Armenar eru með 6 stig eftir sex leiki.

Efsta þjóðin í hverjum riðli kemst í umspilið ásamt þeim fjórum þjóðum sem eru með bestan árangur af liðunum í öðru sæti riðlanna tíu.  Hvert stig er því dýrmætt í baráttunni en betur verður hægt að rýna í aðra riðla eftir leikinn gegn Armenum.

Það er því mikilvægt að styðja strákana á Fylkisvelli 3. september næstkomandi.  Aðgangseyrir er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.