• fös. 29. ágú. 2014
  • Fræðsla

Súpufundur um vanmat í íþróttum

11.-supufundur
11.-supufundur

Mánudaginn 8. september klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er vanmat í íþróttum. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Hreiðar Haraldsson sem nýverið lauk meistaraprófi í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð.

Í fyrirlestrinum fjallar Hreiðar um meistaraverkefni sitt í íþróttasálfræði og niðurstöður rannsóknar sem hann gerði í tengslum við það. Verkefnið fjallar um "vanmat á andstæðingum í íþróttum" og var markmið rannsóknarinnar sem verkefnið er byggt á að varpa skýrara ljósi á þetta fyrirbæri. Í rannsókninni fékk Hreiðar 10 handboltaleikmenn í háum gæðaflokki til þess að lýsa fyrir sér þeirra upplifun af því að vanmeta andstæðing. Niðurstöður rannsóknarinnar sem Hreiðar mun segja ítarlega frá gefa vísbendingar um hvernig vanmat birtist íþróttafólkinu sjálfu, hverjar orsakir vanmats eru, hverjar afleiðingar þess eru og hvernig megi koma í veg fyrir að íþróttafólk vanmeti andstæðinga sína.

Aðgangur er ókeypis og fundargestir fá súpu og brauð í boði KSÍ. Vinsamlegast boðið komu ykkar með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is.