• fös. 29. ágú. 2014
  • Landslið

A karla - Hópurinn sem mætir Tyrkjum

UEFA EURO 2016
Logo2016_Prt_Full_OnWht

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson  og Lars Lagerbäck, hafa valið hópinn sem mætir Tyrkjum í í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september, og hefst kl. 18:45.

Heimir og Lars velja 24 leikmenn í hópinn að þessu sinni og þar af eru þrír nýliðar, Ingvar Jónsson úr Stjörnunni, Haukur Heiðar Hauksson úr KR og Hörður Björgvin Magnússon, Cesena.

Þetta verður áttunda  viðureign karlalandsliða þjóðanna en Íslendingar hafa unnið fjórum sinnum, tvisvar hefur orðið jafntefli og Tyrkir hafa einu sinni sigrað.  Síðast mættust þjóðirnar hér á Laugardalsvelli í október 1995 og lauk þá leiknum með markalausu jafntefli.

Tyrkir lentu í fjórða sæti í riðli sínum í undankeppni HM en Holland varð efst í þeim riðli og á eftir komu Rúmenía og Ungverjaland.  Tyrkir eru sem stendur í 32. sæti á styrkleikalista FIFA en Íslendingar eru í 46. sæti.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi, í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is, og gengur vel.  Er fólk því hvatt til að tryggja sér miða í tíma.

Hópurinn og annað efni

Miðasala