• fös. 22. ágú. 2014
  • Dómaramál

Fjölskyldutríó dæmdi leik í 4. deild karla

Feðgarnir fyrir leikinn ásamt fyrirliðum liðanna (Mynd:  sunnlenska.is/Gissur Jónsson)
fedgar-daema

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað á Selfossi í vikunni að feðgar dæmdu leik Árborgar og Skínanda í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Sveinbjörn Másson, sem gegndi starfi aðstoðardómara, er faðir þeirra Karels Fannars og Adams Arnar.

Adam Örn var hinn aðstoðardómarinn í leiknum á meðan Karel Fannar um dómgæsluna.

Allir þrír eru þeir Selfyssingar og sagt er frá þessum skemmtilega atburði á sunnlenska.is.