• fös. 22. ágú. 2014
  • Landslið

Arna Sif lék sinn fyrsta A-landsleik

Arna Sif ásamt Guðrúnu Ingu S'ivertsen úr stjórn KSÍ
nylidamerki2014-arnasif

Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Þórs/KA, lék sinn fyrsta A-landsleik þegar hún kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Danmerkur í undankeppni HM 2015, þegar liðin mættust á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld.  Af því tilefni afhenti Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri stjórnar KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, Örnu Sif nýliðamerki A landsliðsins.


Arna Sif er þó ekki nýliði þegar kemur að landsliðum almennt, því hún hefur leikið nærri 39 leiki fyrir önnur landslið Íslands - einn leik fyrir U23 landslið, 23 fyrir U19 og 15 fyrir U17.