• mið. 20. ágú. 2014
  • Landslið

A kvenna - Fyrsti leikur Íslands og Danmerkur hér á landi

Laugardalsvollur-ur-flodljosum
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

Ísland og Danmörk hafa mæst 8 sinnum hjá A landsliðum kvenna og hafa allir þeir leikir farið fram á erlendri grundu.  Leikurinn á fimmtudaginn í undankeppni HM verður sá fyrsti sem fer fram hér á landi en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 19:30.

Danir hafa haft betur í sex skipti en fyrst mættust þjóðirnar árið 1996 í vináttulandsleik.  Einu sinni hafa þjóðirnar skilið jafnar og Ísland hefur einu sinni farið með sigur af hólmi, árið 2011 á Algarve mótinu.  Markatalan er hagstæð Dönum, 17 - 5 en það var Sigrún Óttarsdóttir sem skoraði fyrsta mark Dana í 4 - 1 tapi árið 1997.  Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Dóra María Lárusdóttir hafa skorað svo sín 2 mörkin hvor gegn Dönum en þær verða báðar í eldlínunni á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn.