• mán. 18. ágú. 2014
  • Landslið

Um 3.500 miðar þegar seldir á alla heimaleikina í EM 2016

UEFA EURO 2016
Logo2016_Prt_Full_OnWht

Sala mótsmiða á undankeppni EM 2016 hefur gengið afar vel og hafa nú þegar um 500 mótsmiðar verið seldir.  Mótsmiði gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni.  Opið verður fyrir sölu mótsmiða til hádegis á fimmtudag og lýkur henni þá.

Til viðbótar þeim 500 ársmiðum sem þegar hafa verið seldir er rétt að greina frá því að um 3.000 miðar til viðbótar hafa verið seldir í forsölu, m.a. til samstarfsaðila KSÍ í gegnum kostunarsamninga, og til UEFA og gestaliðanna samkvæmt ákvæðum í reglugerð mótsins.  Þannig hafa alls 3.500 miðar verið seldir nú þegar á hvern einasta leik Íslands í undankeppninni.

KSÍ vill hvetja áhugasama til að nýta sér mótsmiðasöluna á midi.is og tryggja sér miða sem gildir á alla heimaleiki Íslands í keppninni, en sem kunnugt er fara fram tveir heimaleikir í haust – Tyrkland í september og Holland í október.

Mótsmiðasalan