• fös. 15. ágú. 2014
  • Landslið

Fimm marka sigur U15 í Kína

Helgi Guðjónsson
helgi-gudjonsson

U15 landslið karla vann í dag stórsigur á Hondúras í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikum æskunnar, sem fram fara í Nanjing í Kína.  Lokatölur voru 5-0 fyrir Ísland. 

Íslenska liðið hafði yfirburði í leiknum, eins og tölurnar gefa til kynna, og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik.  Kolbeinn Birgir Finnsson skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 15. mínútu og Aron Kári Aðalsteinsson bætti öðru marki við í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Íslenska liðið sótti áfram stíft og strax á 41. mínútu, þeirri fyrstu í seinni hálfleik, jók Helgi Guðjónsson muninn í þrjú mörk.  Þess má geta að Helgi kom einmitt inn á sem varamaður í hálfleik og var því ekki lengi að komast á blað.  Helgi var hvergi nærri hættur, því hann skoraði þrennu í leiknum.  Seinni mörkin hans tvö komu á 59. og 73. mínútu og Ísland U15 drengja landaði því glæsilegum fimm marka stórsigri.

Næsti leikur Íslands er gegn Perú á mánudag, og loks mætast Perú og Hondúras fimmtudaginn 21. ágúst í lokaleik riðilsins.