• mið. 13. ágú. 2014
  • Agamál

Tvö félög sektuð

KSI-MERKI-PNG

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 12. ágúst síðastliðinn voru ÍBV og Víkingur Ólafsvík sektuð.  ÍBV var sektað vegna framkomu stuðningsmanna á leik gegn KR í Borgunarbikar karla og Víkingur Ól. vegna framkomu leikmanns eftir leik gegn Grindavík í 1. deild karla.

ÍBV sektað vegna framkomu stuðningsmanna félagsins

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 12. ágúst var samþykkt að sekta ÍBV um 150.000.- krónur vegna framkomu stuðningsmanns félagsins í leik ÍBV og KR í Borgunarbikar karla 31. júlí síðastliðinn.   Stuðningsmaður ÍBV viðhafði hátterni er brýtur gegn 16. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál.

Víkingur Ó sektað vegna framkomu leikmanns félagsins

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 12. ágúst var samþykkt að sekta Víking Ó um 100.000.- krónur vegna framkomu leikmanns félagsins í leik Víkings og Grindavíkur í 1. deild karla þann 9. ágúst síðastliðinn.  Leikmaður Víkings viðhafði hátterni er brýtur gegn 16. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál.