U17 karla hafnaði í 7. sæti á Opna NM
U17 landslið karla hafnaði í 7. sæti á nýafstöðnu Opnu Norðurlandamóti, sem fram fór í Danmörku. Íslenska liðið lék við Færeyjar um 7.-8. sætið og hafði þar 2-0 sigur með mörkum frá Erlingi Agnarssyni á 6. mínútu og Mána A. Hilmarssyni á 70. mínútu.