Rúnar Kristinsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu
Nú á dögunum bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu frá erlendu knattspyrnusambandi þegar Rúnar Kristinsson lauk námi sínu hjá enska knattspyrnusambandinu.
Rúnar, sem er þjálfari Íslandsmeistara KR, sótti námskeiðið hjá enska sambandinu sem tók um 18 mánuði og útskrifaðist í lok síðasta mánaðar. Með honum á námskeiðinu voru m.a. Ryan Giggs og Paul Ince svo einhverjir séu nefndir.
Rúnar sést hér myndinni taka við UEFA Pro skírteini sínu úr hendi Steve McClaren, framkvæmdastjóra Derby County og fyrrum landsliðsþjálfara Englands.
Frétt um Rúnar á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins má finna hér.