Gylfi Már að störfum í Ungverjalandi
Gylfi Már Sigurðsson er nú í Ungverjalandi þar sem hann verður einn 8 aðstoðardómara sem verður við störf í úrslitakeppni EM U19 karla. Keppnin stendur frá 19. júlí til 31. júlí en átta þjóðir berjast um titilinn.
Auk heimamanna leika í A riðli: Austurríki, Ísrael og Portúgal en í B riðli leika: Búlgaría, Þýskland, Serbía og Úkraína. Serbar eru núverandi handhafar titilsins.