• fös. 11. júl. 2014
  • Dómaramál

Rúna Kristín að störfum á úrslitakeppni EM U19 kvenna

Runa-Kristin
Runa-Kristin

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í Noregi þriðjudaginn 15.júlí en þar etja átta þjóðir kappi um titilinn.  Þótt íslenska liðið sé ekki á meðal þátttökuþjóða að þessu sinni er íslenskur fulltrúi í keppninni því Rúna Kristín Stefánsdóttir verður ein af átta aðstoðardómurum.

Auk heimastúlkna leika Holland, Belgía og Skotland í A riðli en í B riðli leika England, Svíþjóð, Írland og Spánn.