• mið. 09. júl. 2014
  • Dómaramál

Enskir dómarar að störfum hér á landi

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Ensku dómararnir, Daniel Cook og Lee Swabey, verða að störfum hér á landi á næstu dögum en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti.  Þeir munu dæma leiki í 1. deild karla sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Föstudaginn 11. júlí mun Lee dæma leik KA og Selfoss og Daniel leik Grindavíkur og Tindastóls en báðir þessir leikir eru í 1. deild karla.  Sunnudaginn 13. júlí verða þeir aðstoðardómarar á leik ÍBV og Fjölnis í Pepsi-deild karla.  Þriðjudaginn 15. júlí dæmir Daniel svo leik HK og BÍ/Bolungarvíkur og Lee verður við stjórnvölinn á leik Þróttar og KV í 1. deild karla.