• lau. 05. júl. 2014
  • Landslið

Nokkrar breytingar á byrjunarliði U17 kvenna milli leikja

U17 kvenna á NM
u17kvenna2014

Ísland leikur í dag, laugardag, annan leik sinn á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna, sem fram fer í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Mótherji dagsins er England og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins gert nokkrar breytingar á byrjunarliði Íslands milli leikja.  Lið dagsins má sjá hér að neðan.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Facebook-síðu KSÍ.

Ýmsar upplýsingar um mótið má finna á vef sænska knattspyrnusambandsins.

Byrjunarlið Íslands (uppfært)

Markmaður - Harpa Jóhannsdóttir (uppfært)

Hægri bakvörður - Ingibjörg Lúcia Ragnarsdóttir

Vinstri bakvörður - Eyvör Halla Jónsdóttir

Miðverðir - Ingibjörg Rún Óladóttir og Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir

Miðja - Selma Sól Magnúsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir og Stefanía Ásta Tryggvadóttir

Hægri kantur - Una Margrét Einarsdóttir, fyrirliði

Vinstri kantur - Andrea Celeste Thorisson

Framherji - Elena Brynjarsdóttir

Íslenskir dómarar á mótinu

Það er ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þær Bríet Bragadóttir og Jovana Cosic starfa við dómgæslu - Bríet sem dómari og Jovana sem aðstoðardómari.  Þær voru m.a. að störfum á föstudag, á leik Finnlands og Danmerkur.