• þri. 01. júl. 2014
  • Fræðsla

Vel heppnaður vináttuleikur Balkan-Ísland

balkan-island-IMG_2574

Síðastliðinn föstudag fór fram vináttuleikur á vegum Rauða kross Íslands í samstarfi við átakið Hjálpum Serbíu, þar sem mættust leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur sem margar hverjar hafa einmitt mætt þeim á vellinum í gegnum tíðina. Leikurinn fór fram á Samsung-velli Stjörnunnar í Garðabæ og var hin besta skemmtun. 

Fyrirliðarnir Milan Stefán Jankovic og Guðni Bergsson heilsast fyrir leik

Á myndinni hér að ofan má sjá fyrirliðana heilsast fyrir leik, þá Milan Stefán Jankovic og Guðna Bergsson.  Allur ágóði af miðasölunni á þennan vináttuleik rennur beint til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga.  Í gegnum árin hafa margir leikmenn komið af Balkanskaganum og leikið með íslenskum félagsliðum.  Þeirra framlag til íslenskrar knattspyrnu er ómetanlegt. 

Á myndinni hér að neðan er allur hópurinn sem tók þátt í leiknum.  Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.