• fös. 20. jún. 2014
  • Dómaramál

Ívar Orri dæmir í Færeyjum - Finnskir og færeyskir dómarar dæma hér á landi

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Eins og undanfarin ár standa norrænu knattspyrnusamböndin að dómaraskiptum þar sem efnilegum dómurum gefst kostur á því að dæma í öðrum löndum.  Ívar Orri Kristjánsson mun í kvöld dæma leik EB/Streymur II og NSÍ II í næst efstu deild í Færeyjum og hann verður aftur á ferðinni á sunnudaginn þegar hann dæmir leik B68 og Víkings í efstu deild karla.

Erlendir dómarar verða einnig á ferðinni hér á landi á laugardaginn í 1. deild karla.  Í Ólafsvík verða finnskir dómarar að störfum á leik Víkings Ólafsvíkur og Tindastóls.  Jani Laaksonen dæmir leikinn og annar aðstoðardómari hans er landi hans, Veli-Matti Leppänen.  Í Laugardalnum verða svo færeyskir dómarar á leik Þróttar og HK.  Rúni Gaardbo dæmir leikinn og annar aðstoðardómari hans verður hinn færeyski Edvard Hojgaard.