1-1 jafntefli í Vejle
A landslið kvenna gerði í dag, sunnudag, 1-1 jafntefli við Dani í undankeppni HM 2015, en liðin mættust í Vejle í Danmörku. Þetta var lykilleikur fyrir bæði lið og þó sigur hefði verið mun þýðingarmeiri fyrir íslenska liðið í baráttunni um sæti í umspili heldur liðið öðru sæti riðilsins.
Dóra María Lárusdóttir náði forystunni fyrir Ísland á 28. mínútu, en Danir jöfnuði sjö mínútum síðar. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á vef UEFA.
Ísland er nú með 10 stig í 2. sæti riðilsins, stigi á undan Dönum og Ísraelum, sem steinlágu fyrir Sviss um helgina, 9-0. Svissneska liðið hefur verið með yfirburði í riðlinum allt frá byrjun, er með 22 stig og hefur skorað 41 mark í sínum átta leikjum.
Ísland á næsta leik strax á fimmtudag, þegar Malta kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn og hefst leikurinn kl. 18:00. Lið Möltu er neðst í riðlinum, án sigurs og án marks í 7 leikjum.