• þri. 10. jún. 2014
  • Fræðsla

Knattspyrnuskóli drengja – Laugarvatn 16. – 20. júní 2014

KSI-MERKI-PNG

Knattspyrnuskóli karla 2014 fer fram að Laugarvatni 16. - 20. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 2000.

Meðal þess sem leikmenn þurfa að taka með sér er:

  •  Sundföt og handklæði
  •  Utanhússfótboltaföt + skór + legghlífar
  •  Sængurföt (svefnpoki / sæng / koddi)
  •  Hlý föt + vindgalla
  •  Snyrtidót
  •  Inniskór
  •  Vatnsbrúsi

Mæting er stundvíslega kl. 14:00 mánudaginn 16. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.

Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför (reikn. 0101-26-700400 kt. 700169-3679). Kostnaður er kr. 18.000 fyrir hvern þátttakanda og eru ferðir til og frá Laugavatni innifaldar í gjaldinu, sem og fullt fæði og gisting.

Þátttakendur og dagskrá