• mán. 02. jún. 2014
  • Landslið

U19 karla - Tap gegn Tyrkjum í markaleik

UEFA EM U19 karla
U19_Landscape_Master_White_cmyk-01

Strákarnir í U19 léku í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en leikið var á Írlandi.  Mótherjarnir voru Tyrkir og höfðu þeir betur í miklum markaleik, 4 - 3, eftir að staðan hafði verið 2 - 2 í leikhléi.  Íslendingar biðu því lægri hlut í öllum þremur leikjunum en Serbar og Tyrkir urðu efst og jöfn en Serbar fara áfram í úrslitakeppnina.

Tyrkir komust yfir snemma leiks en Orri Sigurður Ómarsson jafnaði metin áður en Kristján Flóki FInnbogason kom Íslandi yfir.  Tyrkir jöfnuðu metin skömmu síðar og staðan því jöfn, 2 - 2, í leikhléi.  Mörkin létu á sér standa í seinni hálfleik en Tyrkir komust yfir þegar 12 mínútur voru eftir af leiknum og bættu sínu fjórða marki við á 89. mínútu.  Elías Már Ómarsson minnkaði muninn í uppbótartíma en tíminn reyndist of naumur og Tyrkir fögnuðu sigri.